Birna Guðrún og Friðrik Henrý sigruðu í partý-tvímenningi PKS
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Lokað efni
27.02.2025
kl. 09.57
Pílukastfélag Skagafjarðar stóð í gærkvöldi fyrir alveg hreint frábæru pílumót en þá var boðið upp á partý tvímenning fyrir krakka í 3.-7. bekk á svæðinu. Mótið fór fram í húsnæði PKS og var þátttakan fín, nítján krakkar mættu til leiks. Sigurvegarar mótsins voru þau Birna Guðrún Júlíusdóttir og Friðrik Henrý Árnason og fengu að launum gullmedalíu. Í öðru sæti urðu Rakel Birta Gunnarsdóttir og Hólmar Aron Gröndal.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.