Bíræfnir þjófar stálu inniskóm
Björn Gunnleifsson á Skagaströnd hefur kært meintan þjófnað á inniskóm til lögreglunnar á staðnum. Mun þjófnaðurinn hafa átt sér stað aðfaranótt sunnudagsins síðasta þegar Björn var í fastasvefni.
-Ja það getur bara ekki annað verið en að þeim hafi verið stolið, sagði Björn í samtali við Dreifarann, -ég finn þá hvergi í það minnsta. Ég kærði þetta til lögreglunnar um leið og ég áttaði mig á þessu, en það var strax þegar ég vaknaði á sunnudagsmorguninn.
Að sögn lögreglunnar hefur ekkert til inniskónna spurst, né heldur bíllykla og kveikjara sem Björn mun hafa kært þjófnað á undanfarið.
Þeir sem telja sig vita var skórnir, lyklarnir og kveikjarinn eru niður komnir, eru vinsamlegast beðnir um að snúa sér til Björns þegar í stað.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.