Bíll valt á Vatnsskarði

logreglanÖkumaður jeppa missti stjórn á bifreiðinni í hálku í Vatnsskarði um miðjan dag í gær. Lögreglan á Sauðárkróki sagði í samtali við mbl.is að  þrjár konur hafi verið í bifreiðinni, en ein þeirra er barnshafandi. Þær sluppu ómeiddar.

 Konan, sem er ófrísk, var flutt á Sauðárkrók þar sem læknir skoðaði hana. Bifreiðin skemmdist talsvert.

/mbl.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir