Betra loft í Bifröst
Í félagsheimilinu Bifröst á Sauðárkróki hefur undanfarin ár gustað mjög um leikendur á sviðinu, líka í orðsins fyllstu merkingu. Norðangolan hefur iðulega leikið óboðin um vanga þeirra sem bíða baksviðs og ef hann er austanstæður hefur rykið gusast niður úr ævagamalli einangruninni yfir alla á sviðinu.
Eins og gefur að skilja hefur þetta ýtt undir kvef og hæsi leikenda á oft ströngum æfingatímabilum. En nú er öldin önnur, í fyrrasumar voru settir venjulegir vatnsofnar í húsið í stað blásturshitunar og í sumar var rifið innan úr loftinu yfir sviðinu og það einangrað. Einnig var loftið tekið upp og myndar þar með meiri möguleika við lýsingu sviðsins. Óslétta margmálaða gólfið var pússað og sléttað svo nú mætti skella sér á hjólaskauta þar án lífshættu. Leikendur sem æfa nú barnaleikritið Rúa og Stúa una því hæstánægðir á nýju sviði Bifrastar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.