Bent á umsóknarfrest um nám á vorönn

logo-holarÁ heimasíðu Hólaskóla er bent á að umsóknarfrestur fyrir nám á vorönn í ferðamáladeild og fiskeldis- og fiskalíffræðideild við Háskólann á Hólum er 30. október.
Nám í boði:
> Diplóma í ferðamálafræði (90 ects) – staðnám eða fjarnám
> Diplóma í viðburðastjórnun (60 ects) – fjarnám
> BA í ferðamálafræði (180 ects) – staðnám eða fjarnám
> Diplóma í fiskeldisfræði (90 ects) – fjarnám

 

Ferðaþjónusta og fiskeldi eru atvinnugreinar sem eru í örum vexti og skortir fólk með góða menntun. Reynslan sýnir að skólinn útskrifar fólk sem getur tekið virkan þátt í uppbyggingu viðkomandi greina og því er óhætt að segja að námið gefi spennandi starfsmöguleika og
fjölbreytta. Í skólanum fer fram umfangsmikið rannsókna- og þróunarstarf þannig að kennslan byggir á nýjustu upplýsingum og straumum sem í gangi eru hverju sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir