Beðið eftir Samkeppnisstofnun
feykir.is
Skagafjörður
16.10.2009
kl. 12.09
Kaupfélag Skagfirðinga og Mjólka hafa komist að samkomulagi um kaup KS á 75% hlut í Mjólku að því gefnu að Samkeppnisstofnun gefi grænt ljós á kaupin frá þessu var greint í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í gærkvöldi.
Með kaupunum er KS að styrkja stöðu sína sem framleiðandi á mjólkurafurðum á Íslandi en gert er ráð fyrir að flytja stóran hluta starfseminnar til Sauðárkróks.
Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri, hefur þegar sótt um stækkun byggingar Mjólkursamlags KS, auk þess sem sóttvar um leyfi byggingar tveggja tanka. Ekki er nema ár síðan síðast var byggt við samlagið.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.