Bakkaflöt á meðal þeirra bestu
Í DV sem kom út í gær er gerð úttekt á bestu tjaldstæðum landsins og er gaman frá því að segja að á þeim lista er tjaldstæðið á Bakkaflöt í Lýtingsstaðahreppi en Bakkaflöt er eitt þeirra tjaldstæða sem hlýtur fimm stjörnur af fimm mögulegum í stjörnugjöf íslenskra tjaldstæða.
Í umsögn um Bakkaflöt á vefnum Tjalda.is segir: -Tjaldsvæðið á Bakkaflöt er skjólgott með trjám og runnum. Það er skemmtilega staðsett á svæðinu og skjólgott.
AðstaðanHeitt og kalt vatn, gasgrill og eldunaraðstaða þar sem um 18-20 manns geta setið inni.
Verð
800 kr fyrir 12 ára og eldri
400 kr fyrir rafmagn
Okkar mat
Skemmtilegt tjaldsvæði sem er vel staðsett. Aðstaðan var góð og tjaldsvæðið skemmtilegt. Svæðinu er skipt aðeins niður í smærri hólf sem gerir það skemmtilegan áfangastað fyrir smærri hópa sem eru þá meira útaf fyrir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.