Bændur borga flutning
Um nokkurt skeið hefur ekki verið innheimtur flutningskostnaður af stórgripum sem fluttir eru að sláturhúsi SAH Afurða úr Húnvatnssýslum og Skagafirði. Því miður verður ekki hjá því komist lengur að hefja gjaldtöku fyrir þennan flutning.
Frá þessu er greint á heimasíðu SAH Afurða en frá og með 17. janúar verður sú breyting á að flutningskostnaður fyrir fullorðin hross, kýr og ungneyti verður kr. 2.000 á grip. Flutningskostnaður folalda verður kr. 1.500 á folald. Bændum verður velkomið að flytja gripi sjálfir til slátrunar og er þá flutningsgjald að sjálfsögðu ekki innheimt. Bændur eru vinsamlega beðnir um að koma gripum í sláturrétt fyrir kl. 16:00 daginn fyrir slátrun, nema að um annað sé samið við sláturhússtjóra.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.