Bændadagar hefjast í dag
feykir.is
Skagafjörður
22.10.2009
kl. 11.39
Skagfirskir Bændadagar hefjast í dag í Skagfirðingabúð en þeir munu vera orðnir fastur liður á haustin og er ýmislegt matarkyns í boði á góðu verði.
Bændur munu kynna vörur sínar og bjóða fólki upp á smakk milli klukkan 14 og 18 báða dagana en þeir standa til kl 18 á morgun. Þessir dagar eru gríðarlega vinsælir hjá fólki sem notar tækifærið og hittir mann og annan og gerir góð kaup í leiðinni. Að sögn Árna Kristinssonar eru tilboðin þegar byrjuð þó svo að kynningarnar hefjist ekki fyrr en klukkan tvö. –Allt er komið á fullt, segir Árni og býður alla velkomna á Bændadaga.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.