Bæjarstjórn Blönduósbæjar óttast um stöðu opinberra starfa

Frá Blönduósi  Mynd: Jón Guðmann

Í ályktun frá bæjarstjórn Blönduósbæjar segir m.a. að bæjarstjórnin óttist mjög um stöðu opinberra starfa ef skerðingar og sameiningar stofnanna ríkisins á landsbyggðinni nái fram að ganga. 

Jafnframt segir; -Fyrirhugað er að fækka verulega stjórnsýslueiningum og auka þar með miðstýringu í stjórnsýslu ríkisins. Þar með er stefnt í hættu því uppbyggingarstarfi og hagræðingu sem þegar hefur náðst á síðustu árum með sérhæfingu verkefna innan stofnana svo sem með uppbyggingu innheimtumiðstöðvar sekta á Blönduósi og annarra sambærilegra verkefna. Ólíðandi er að niðurskurður á fjárveitingum til Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi sé mun meiri en til sambærilegra stofnanna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir