Bæjarhreppur mun tilheyra Norðurlandi vestra

BB.is segir frá því að Bæjarhreppur á Ströndum muni ekki tilheyra Vestfjörðum, heldur Norðurlandi vestra, samkvæmt nýrri þingsályktunartillögu sem dreift hefur verið á Alþingi. Bæjarhreppur er byggðin við vestanverðan Hrútafjörð, frá miðri Holtavörðuheiði og að Stikuhálsi, og er syðsta sveitarfélagið á Ströndum.

Þessi breyting varðar svæðaskiptingu sem notuð verður til grundvallar við gerð sóknaráætlana fyrir einstök landssvæði. Sóknaraðgerðir þessar eru hluti af byggðaáætlun ríkisstjórnarinnar og er þeim ætlað að efla atvinnulíf og samfélag um allt land. „Markmiðið er að Ísland verði í fararbroddi í verðmætasköpun, menntun, velferð og lífsgæðum. Til þess að svo megi verða þarf að huga sérstaklega að hvernig hægt er að tryggja samkeppnishæfni landsins til lengri tíma. Sóknaráætlun felur í sér áform um fjárfestingar í mannauði og nauðsynlegum innviðum efnahagslífsins og stefnu um hvernig megi styrkja menntun og menningu, nýsköpun og þróun, umhverfismál og samfélagslega innviði,“ segir í þingskjali með ályktuninni

/BB.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir