Bæjarhátíðin Hofsós heim um helgina
Bæjarhátíðin Hofsós heim verður haldin á Hofsósi nú um helgina og er dagskráin stútfull af skemmtilegum uppákomum sem ættu að höfða til flestra, ungra jafnt sem aldinna og allra þar á milli.
Dagskráin hefst á föstudagskvöld og meðal dagskráratriða eru gönguferð í Grafarós, diskósund í sundlauginni og varðeldur í fjörunni. Í Höfðaborg verður kjötsúpa, myndasýning og dansleikur með Hvanndalsbræðrum og í Sólvík mun Geirmundur Valtýsson halda uppi stuðinu.
Á laugardaginn verður til dæmis hægt að byrja daginn með útijóga og liðka stirða limi eftir gönguferð gærdagsins og dans næturinnar. Um hádegið hefst dagskrá við Höfðaborg. Boðið verður upp á barnadagskrá með margvíslegu skemmtiefni fyrir þau yngstu, grillveislu Lionsmanna, mennskt fótboltaspil og þrautabraut fyrir fullorðna. Handverkshópurinn Fléttan verður með kaffisölu, niðri í fjöru verður fjársjóðsleit og hægt verður að skella sér í sjósund með Sillu Páls. Í Höfðaborg verður markaður og í gamla pakkhúsinu verður bændamarkaður. Um kvöldið verður svo kvöldvaka í Höfðaborg og dansleikur með Stúlla og Danna og DJ Jóni Gesti á eftir. Fyrir þá sem hafa gaman af að brjóta heilann verður keppt í Barsvari í Sólvík.
Í skólanum verður ljósmyndasýning þriggja áhugaljósmyndara sem opnar á föstudagskvöld og einnig verður opinn nytjamarkaður í skólanum á laugardag og sunnudag.
Hægt er að nálgast nákvæma dagskrá í Sjónhorninu og einnig á Facebooksíðunni Bæjarhátíðin Hofsós Heim, 29.júní – 1.júlí. Einnig hefur verið útbúið app fyrir hátíðinaÞá er einnig hægt að nálgast appið sem heitir „Hofsós Heim“.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.