Bæði skagfirsku lögin áfram í Júró!

Það hafa örugglega vel á annað hundrað þúsund Júróvisjónþyrstra Íslendinga setið sem límdir við skjáinn í kvöld þegar annar hluti Söngvakeppni Sjónvarpsins fór fram. Tvö lög komust áfram og samkvæmt nýfengnum upplýsingum voru þau bæði ættuð úr Skagafirði - hvað annað!?

Feykir minnti í dag fólk á að vera vel vakandi við atkvæðagreiðslur í kvöld því Óskar Páll og Bubbi Morthens væru með Jógvan Hansen á sínum snærum á sviði í kvöld. Lag þeirra One More Day komst áfram og það gerði sömuleiðis lag Hvanndalsbræðra, Gleði og glens. Það er samið af Rögnvaldi gáfaða Rögnvaldssyni sem ku vera ættaður úr Óslandshlíðinni og bróðir bankamannsins góðkunna á Hofsósi, Pálma Rögg.

Samkvæmt frétt á Rúv er Rögnvaldur búinn að fyrirgefa félögum sínum í Hvanndalsbræðrum fyrir að hafa sent lag sitt inn í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár en fyrir keppnina í kvöld hafði hann enga trú á því að lagið kæmist áfram, svo vont væri það.

Já, svona getur nú heimurinn verið skagfirskur!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir