Aukin úrræði til að sporna gegn atvinnuleysi
Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, hefur sett reglugerð um fjölbreytt vinnumarkaðsúrræði sem atvinnuleitendur geta tekið þátt í samhliða því að fá greiddar atvinnuleysisbætur, svo sem þátttöku í sérstökum átaksverkefnum, frumkvöðlastörfum og sjálfboðaliðastörfum.
Enn fremur fjallar reglugerðin um búferlastyrki, atvinnutengda endurhæfingu og fleira. Ráðherra hefur einnig sett reglugerð um nám og námskeið sem eru viðurkennd sem vinnumarkaðsúrræði. Reglugerðirnar eru settar með stoð í lögum um atvinnuleysistryggingar.
Meginmarkmið vinnumarkaðsúrræða eins og þeirra sem kveðið er á um í reglugerðunum er að sporna gegn atvinnuleysi, auðvelda fólki í atvinnuleit að halda virkni sinni, stuðla að tengslum þess við atvinnulífið og skapa fólki leiðir til að bæta möguleika sína til atvinnuþátttöku á nýjan leik.
heimild: samstaða.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.