Auglýsa á eftir rekstraraðila fyrir Miðgarð
feykir.is
Skagafjörður
09.12.2008
kl. 10.50
Menningar- og kynningarnefnd sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur ákveðið að auglýsa eftir rekstraraðila fyrir Menningarhúsið Miðgarð. Viðkomandi aðila yrði gert að reka þar starfssemi í samræmi við það hlutverk sem menningarhúsinu er ætlað Það er að Menningarhúsið Miðgarður verði fyrst og fremst tónlistarhús.
Rekstraraðili og meðeigendur munu vinna eftir sameiginlegri stefnumótun um starfssemi Menningarhússins Miðgarðs, þar sem markmið eru sett um dagskrá, markhópa og markaðssetningu hússins. Var formanni og sviðsstjóra Markaðs- og þróunarsviðs falið að funda með fulltrúum meðeigenda og undirbúa auglýsingu eftir rekstraraðila.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.