Atvinnuleysi minnkar milli mánaða
Samkvæmt samantekt Vinnumálastofnunnar um atvinnuleysi í mars mánuði minnkaði atvinnuleysi sveitarfélaga á Norðurlandi vestra alls staðar nema í Akrahrepp og í Skagabyggð þar sem atvinnuleysi stóð í stað.
Á Blönduósi voru 22 atvinnulausir fjórum færri en í febrúar. Í Húnavatnshreppi voru 7 án atvinnu einum færri en í mánuðinum á undan. 36 voru án atvinnu í Húnaþingi vestra og hefur þar fækkað um 3. 2 voru án atvinnu í Skagabyggð og einn í Akrahrepp. 105 voru án atvinnu í Skagafirði og hafði fækkað um 8. Að lokum voru 20 án atvinnu á Skagaströnd og þar hafði fækkað um 1. Alls fækkaði því atvinnulausum um 17 á Norðurlandi vestra í mars. Meðal atvinnuleysi í mars taldi 193 einstaklinga.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.