Átta hlutu styrk úr Þjóðhátíðarsjóði

Þann 1. desember sl. var úthlutað styrkjum úr Þjóðhátíðarsjóði vegna ársins 2010. Alls var úthlutað 65 styrkjum að fjárhæð samtals 33,9 milljónir króna.  Þar af fengu átta verkefni á Norðurlandi vestra styrki að upphæð 3.250.000.

 Eftirtaldir styrkir voru veittir aðilum á Norðurlandi vestra:

 

500.000 Byggðasaga Skagafjarðar, tilað gefa út 5. bindi Byggðasögu Skagafjarðar árið 2010.

 

500.000 Háskólinn á Hólum, til að halda áfram fornleifarannsókninni á Kolkuósi.

 

500.000 Hólanefnd, til að stofna prentminjasafn að Hólum í Hjaltadal.

 

400.000 Hollvinafélag Víðidalstunguheiðar, til að endurbyggja skálann Hliðskjálf sem stendur

 við Skammá en hún rennur í Arnarvatn.

 

400.000 Fornverkaskólinn, til að halda tvö torfhleðslunámskeið á Tyrfingsstöðum á Kjálka í Skagafirði.

 

400.000 Héraðsskjalasafn Skagfirðinga, til að skanna ljósmyndir þeirra Bruno Schweiz og Páls Jónssonar.

 

300.000 Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi, til að gefa út og markaðssetja Vefnaðarbók  Halldóru Bjarnadóttur.

 

250.000 Þórarinn Leifsson, til að endurhlaða veggi á óvenjulega vel varðveittu fjósi frá 10. öld   sem kom í ljós við fornleifarannsóknir í Keldudal í Hegranesi í Skagafirði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir