Átak til þess að efla bleikjueldi í Skagafirði

Verið Vísindagarðar, Háskólinn á Hólum, Hólalax, Hátæknisetur Íslands og Skagafjarðarveitur standa fyrir átaksverkefni um að efla bleikjueldi í Skagafirði. Sérstök áhersla verður lögð á að byggja upp litlar eldisstöðvar og styðja við rekstur þeirra.
Að því tilefni verður boðað til kynningarfundar í Verinu, Háeyri 1. þriðjudaginn 9. desember kl. 16:00. Þangað eru hvattir til þess að mæta aðilar sem hafa aðgang að góðu vatni til fiskeldis sem vilja kanna möguleika sína á því að koma á fót fiskeldi. Í auglýsingu um fundinn er sagt frá því að leitað sé að samstarfsaðilum sem vildu taka þátt í þessu verkefni og koma á fót litlum
fiskeldisstöðvum. Þarna gætu  leynst tækifæri fyrir bændur og landeigendur til þess að byggja upp eigin atvinnurekstur eða aukabúgrein.

Það sem hópurinn getur boðið samstarfsaðilunum er eftirfarandi:
• Mat á aðstæðum til bleikjueldis.
• Gerð kostnaðaráætlunar um byggingu og rekstur á fiskeldisstöð.
• Aðstoð við gerð umsóknar um starfsleyfi
• Aðstoð við gerð umsókna um styrki til byggingar stöðvarinnar
og til þess að byggja upp lífmassa.
• Aðstoð við hönnun stöðvar.
• Aðgang að seiðum af heppilegri stærð til eldisins
• Ráðgjöf við eldi
• Slátrun og markaðssetningu afurða

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir