Ásmundur Einar ætlar að gera Samfylkingunni lífið leitt

Ásmundur Daði Einarsson

Á opnum fundi Vinstri grænna á Sauðárkróki í gærkvöldi sagði Ásmundur Einar Daðasson þingmaður og nýbakaður formaður Heimsýnar að hann ætli sér að gera Samfylkingunni lífið leitt.

Þetta sagði Ásmundur þegar hann útskýrði hvernig hann ætlaði að taka á ESB málum ríkisstjórnarinnar þar sem hann væri orðinn formaður Heimsýnar. –Við erum komin á þessa braut, að sækja um aðild að ESB en við megum ekki hengja haus, sagði Ásmundur og sagði að stoppa þurfi umsóknarferlið á næsta þrepi enda telur hann að ekki sé meirihluti á Alþingi til að halda áfram með málið. –Við slátrum ESB kosningunni, sagði Ásmundur og lofaði fundarmönnum því að hann muni ekki tipla í kringum Samfylkinguna í ESB málinu heldur þvert á móti að gera Samfylkingunni lífið leitt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir