Ása Svanhildur sigraði í Söngkeppni Friðar
Söngkeppni félagsmiðstöðvarinnar Friðar í Skagafirði fór fram síðasta föstudag í Húsi frítímans þar sem skagfirsk ungmenni reyndu með sér í söng. Sigurvegarinn fer áfram í Norðurlandskeppni sem haldin verður í janúar á Akureyri.
Það voru ljúfir tónar sem léku um salinn í Húsi frítímans föstudagskvöldið 11. des. s.l. en ungmenni hvaðanæva úr Skagafirði kepptu í söngkeppni Friðar. Keppnin var öll hin besta og margir efnilegir og góðir söngvarar á ferðinni sem ýmist sungu með eða án undirspils. En eins og ávallt eru einhverjir sem hljóta meiri náð fyrir augum dómara en aðrir þó erfitt hafi verið að skera úr um það að þessu sinni að sögn dómara. Úrslit urðu þannig að Ása Svanhildur Ægissdóttir, Árskóla, stóð uppi sem sigurvegari, í öðru sæti lenti Sigvaldi Gunnarsson, Varmahlíðarskóla og þriðja sætið hlaut Fanney Birta Þorgilsdóttir Grunnskólanum austan Vatna. Sérstök krúttverðlaun fékk Kolbjörg Katla Hinriksdóttir, Varmahlíðarskóla.
Myndir: Friður
.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.