Árshátíð á Húnavöllum

Allt á fullu í undirbúningi árshátíðarinnar. Mynd: Húnavallaskóli

Nú í kvöld kl. 20:30 verður haldin árshátíð Húnavallaskóla og boðið upp á fjölbreytt skemmtiatriði og veislukaffi.

Undirbúningur hefur staðið yfir síðustu tvær vikur undir styrkri stjórn Jóhönnu Friðrikku Sæmundsdóttur leikkonu en auk þess hefur 8. og 9. bekkur æft vel með Jóhönnu Stellu umsjónarkennara sínum. Á dagskrá verður leiksýning og tónlistaratriði og að þeim loknum verður selt veislukaffi. Einnig verður skólablaðið Grettistak selt á staðnum en enginn ætti að láta það framhjá sér fara. Kvöldinu lýkur með diskóteki um kl 01:00

Myndir frá undirbúningi árshátíðarinnar er hægt að nángast HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir