Arnar HU1 landaði 771 tonni á Króknum
Frystitogarinn Arnar HU1 kom til hafnar á Sauðárkróki síðastliðna nótt. Aflaverðmæti um borð er um 300 milljónir og magn úr sjó er um 771 tonn og mun þetta vera mesti afli sem togarinn hefur landað á fiskveiðiárinu.
Í frétt á heimasíðu FISK Seafood er haft samband við Guðmund Henry Stefánsson skipstjóra og hann spurður út túrinn. „Við fórum frá Sauðárkróki 9. júlí og höfum verið að veiðum í fínu veðri allan túrinn, á Vestfjarðarmiðum og Suðvesturmiðum. Það hefur aðeins verið vart við ufsa og mikið af gullkarfa og ýsu. Það verður landað 19.500 kössum og 300 milljónum,“ sagði Guðmundur Henry.
Áður landaði Arnar snemma í júlí en þá var heildarmagn afla um borð 525 tonn af fiski úr sjó. Heildaraflaverðmætið þá var um 200 milljónir króna og heildarverðmæti afla því hálfur milljarður samanlegt í síðustu tveimur túrum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.