Arnar Geir og félagar sigruðu í Mississippi

AArnar Geir og félagar með verðlaunin sín. Myndin tekin af gss.is.
AArnar Geir og félagar með verðlaunin sín. Myndin tekin af gss.is.

Dagana 9. og 10. mars sl. lék skagfirski golfarinn Arnar Geir Hjartarson ásamt félögum sínum í golfliði Missouri Valley College á fyrsta móti sínu í NAIA mótaröðinni í háskólagolfinu í Bandaríkjunum. Spilaðar voru 36 holur á Canebrake Country Club  golfvellinum í Mississippi. Fjórtán lið mættu til leiks og milli 70 og 80 golfarar voru mættir til leiks.

Á heimasíðu Golfklúbbs Skagafjarðar kemur fram að fimm leikmenn séu í hverju liði en einnig spila nokkrir án liðs í einstaklingskeppninni. Liðið sigraði á 578 höggum samtals eða tveimur yfir pari í heildina og voru níu höggum á undan næsta liði og endaði Arnar Geir í 18. sæti í einstaklingskeppninni á 148 höggum eða fjórum höggum yfir pari samtals.

„Þegar þetta er skrifað þá er búið að fresta allri keppni í háskólagolfinu í Bandaríkjunum og því eru allar líkur á því að þetta hafi verið síðasta mót Arnars og félaga hans í golfliði Missouri Valley College“ segir á gss.is.

Hægt er að sjá heildarúrslit í mótinu HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir