Arnar Geir og félagar á lokamóti NAIA mótaraðarinnar
Í síðustu viku léku Arnar Geir Hjartarson, frá Sauðárkróki, og félagar hans í Missouri Valley College, á lokamóti NAIA háskólamótaraðarinnar sem þeir unnu sér þátttökurétt í í lok apríl. Er það í fyrsta sinn sem skólinn nær inn á mótið sem er risastórt enda landskeppni þar sem bestu golfspilarar háskólanna mætast en það fór fram í Arizona, nánar tiltekið á Las Sendas Golf Club.
Þrjátíu lið mættu til leiks með 150 leikmenn auk sex einstaklinga sem unnu sér keppnisrétt. Byrjað var á því að leika 36 holur en síðan var skorið niður og 17 bestu liðin kláruðu mótið fyrir helgina. Arnar Geir og félagar komust í gegnum niðurskurðinn eftir tvo daga og 36 holur og enduðu að lokum í 15 sæti í heildarkeppni liðanna, af 30 liðum.
Rangt er frá þessu sagt í Feyki sem kom út í dag en þar er sagt að þeir hafi ekki komist áfram. Beðist er velvirðingar á því
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.