Árleg heimsókn nemenda frá MA

Menntaskólanemendur á Hólum

Nemendur á félagsfræðibraut í Menntaskólanum á Akureyri, 88 manna hópur, kom í heimsókn til Hóla í vikunni.

Ferðin er liður í námi þeirra í sögu. Nemendur fengu að borða í Hólaeldhúsinu en síðan fóru þeir í kirkjuna þar sem Skúli Skúlason ræddi við þá um sögu Hóla. Með nemendunum voru Björn Vigfússon, Björn Teitsson, Bjarni Guðmundsson og Gunnhildur Ottósdóttir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir