Ari Eyland á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar
Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar, íþróttahátíð fyrir evrópsk ungmenni á aldrinum 14-18 ára, fer fram í Friuli Venezia Giulia á Ítalíu dagana 21.-28. janúar. Meðal átján keppenda frá Íslandi er Ari Eyland Gíslason, brettakappi á Sauðárkróki.
Að sögn Sigurðar Haukssonar, staðarhaldara skíðasvæðisins í Tindastóli, er mótið gífurlega sterkt þar sem koma saman bestu keppendur frá hverju landi en hann hefur aðstoðað Ara við að hanna og byggja brautir fyrir brettasportið.
Hátíðin er haldin á oddatöluári bæði vetrar og sumarhátíð og segir á heimasíðu ÍSÍ eru íþróttagreinarnar tíu á hvorri hátíð fyrir sig. Hátíðin hefur verið mikilvæg fyrir ungt íþróttafólk álfunnar í gegnum tíðina og hafa margir af fyrri keppendum á hátíðinni síðar náð alla leið á efsta getustigi í sínum greinum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.