Áramótahreinsun á Hvammstanga

Tekið til við áramótahreinsun. Mynd: Húnar.is

Eitt fyrsta verkefnið hjá Björgunarsveitinni Húnum á nýu ári var að fara eftir öllum götum á Hvammstanga og hreinsa upp flugeldaruslið eftir skothríðina umáramótin.

Gekk þetta verkefni vel með góðri aðstoð nokkurra tilvonandi björgunarsveitamanna en einnig var mjög góð mæting hjá félögum sveitarinnar í þetta verkefni enda gott að fá ferskt loft í góða veðrinu.

Björgunarsveitin Húnar þakkar öllum þeim sem studdu þá með kaupum á flugeldum á markaðinum í Húnbúð nú á milli jóla nýárs. Fleiri myndir er hægt að nálgast HÉR

/Húnar.is

palli@feykir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir