Áramótabrenna á Króknum - Myndir
Það viðraði vel til loftárása á gamlárskvöld eftir norðanáhlaup sem hafði spillt færð og friðarboðskapinn hafði riðið yfir landið fyrr um daginn. Flugeldasala gekk ágætlega heilt yfir landið, sagði Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdarstjóri Landsbjargar, við Mbl.is.
Á Sauðárkróki kom, að venju, fjöldi fólks saman við í iðnaðarhverfinu en þar var kveikt í heilmiklum bálkesti, sem reyndar virtist hafa blotnað vel að hluta í úrkomunni fyrr um daginn og brann því mun seinna. Þá var flugeldasýning Björgunarsveitarinnar Skagfirðings á dagskrá og spurning hvort eitthvað hafi blotnað þar því hún virtist mun styttri en oft áður. Engu að síður gladdi hún viðstadda sem fóru glaðir heim að henni lokinni og eflaust sest fyrir framan sjónvarpið til að horfa á skaupið sem fór, eins og oft áður misvel í landann.
Meðfylgjandi myndir voru teknar við brennuna á Króknum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.