Anna Pálína Þórðardóttir er Norðvestlendingur ársins 2015

Anna Pálína Þórðardóttir hefur verið kosin Norðvestlendingur ársins 2015 af lesendum Feykis. Anna, sem varð áttræð 8. apríl sl., gaf á síðasta ári út bókina Lífsins skák sem inniheldur endurminningar hennar.
„Saga hennar hefur vakið mikla athygli en hún lýsir ekki síst mun á kjörum fatlaðra fyrr á árum og í dag. Anna er hvunndagshetja sem hefur tekist á við örlög sín með einstakri þolgæði og bjartsýnina að vopni,“ segir m.a. í tilnefningu sem Anna fékk. Blaðamaður Feykis heimsótti Önnu og færði henni viðurkenningu í tilefni kosningarinnar.
Í viðtali við Feyki segir Anna síðasta ár afskaplega eftirminnilegt. Fram kemur í spjallinu að það eru einkum þrír atburðir sem standa upp úr hjá henni, áttræðisafmælið í apríl, útgáfa bókarinnar Lífsins skák og opnun Héraðsbókasafns Skagfirðinga eftir gagngerar endurbætur, en þar er Anna fastagestur.
Rætt er við Önnu, vinkonu hennar Lutgarde Dejonghe og frænda hennar Sigurð Sigfússon í Vík í 1.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.