Anna Karen og Hákon Ingi Norðurlandsmeistarar

Mynd: Hákon Ingi og Anna Karen Norðurlandsmeistarar 2017. Mynd: GSS.
Mynd: Hákon Ingi og Anna Karen Norðurlandsmeistarar 2017. Mynd: GSS.

Síðastliðinn laugardag tók flottur hópur frá GSS þátt í lokamóti Norðurlandsmótaraðarinnar í golfi sem fór fram á Jaðarsvelli á Akureyri. Það voru þau Alexander Franz Þórðarson, Anna Karen Hjartardóttir, Bjartmar Dagur Þórðarson, Bogi Sigurbjörnsson, Dagbjört Sísí Einarsdóttir, Hákon Ingi Rafnsson og Hildur Heba Einarsdóttir.

Á heimasíðu GSS segir að keppendur klúbbsins hafi staðið sig með mikilli prýði að venju en þau sem unnu til verðlauna að þessu sinni voru Alexander Franz sem varð í 3. sæti í flokki 12 ára og yngri, Anna Karen sigraði í flokki 14 ára og yngri og Hákon Ingi varð í 2. sæti í flokki 15-17 ára. Þá fengu þau Bjartmar og Dagbjört Sísí viðurkenningu eins og aðrir þátttakendur í byrjendaflokki. 
Þá voru einnig veitt verðlaun í heildarstigakeppni Norðurlandsmótaraðarinnar. Þar sigraði Anna Karen í flokki 14 ára og yngri og Hákon Ingi í flokki 15-17 ára.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir