Andlitsmálun, útitónleikar og sund á Hofsósi
Það verður mikið um dýrðir á Sauðárkróki og í Hofsósi á morgun 17. júní þegar Skagfirðingar halda upp á þjóðhátíðardag íslendinga. Hátíðarhöldin hefjast kl. 12:30 með andlitsmálun við Skagfirðingabúð en síðan munu íbúar ganga fylktu liði inn á íþróttaleikvang.
Dagskráin er svohljóðandi;
12:30 Andlitsmálun, við Skagfirðingabúð, Ártorgi
13:30 Skrúðganga, frá Ártorgi inn á íþróttaleikvang
14:00 Hátíðardagskrá á Íþróttaleikvanginum
Hátíðarávarp
Tónlistarflutningur – Sigvaldi Gunnarsson
Ávarp Fjallkonu
Mikki refur og Lilli klifurmús frá Hálsaskógi
Samverustund á Flæðunum norðan sundlaugarinnar.
Mikki og Lilli fara í leiki með krökkunum
Skátatívolí, fullt af skemmtilegum tækjum
Teymt undir börnum á hestbaki
Brúðuleikhús Leikfélags Sauðárkróks
17:00 – 19:00 Allir á Hofsós!
Sundlaugarpartý á Hofsósi – lifandi tónlist og grillveisla
Önnur dagskrá á þjóðhátíðardaginn
10:00 Gönguferð á Ennishnjúk ofan Hofsós. Lagt af stað frá Nýlendi. Forystusauður Hjalti Þórðarson.
11:00 Hátíðarmessa í Miklabæjarkirkju
11:00 Hátíðarmessa í Hofsósskirkju
14:30 -17:00 Maddömukot – markaðsstemning, heitt á könnunni. Sýning sumarsins, Konur í Skagafirði; ljósmyndir og minningarbrot
20:00 Opnun ljósmyndasýningarinnar “Fegurð í Firðinum” í Grunnskólanum á Hofsósi.
Tónleikar á Sauðárkróki
Ungir tónlistarmenn frá Skagafirði skemmta gestum við Minjahúsið á Sauðárkróki kl.21:00-24:00 - Fúsaleg Helgi - Poke - Joe Dubious - Fúsi og Vordísin
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.