Alþjóðlegi brandaradagurinn - brandari nr. 2
Verslun, sem selur eiginmenn, opnaði nýlega á Sauðárkróki. Þegar konur koma í búðina til að velja sér eintak þá verða þær að fylgja leiðbeiningunum sem er að finna við innganginn:
„Þú mátt eingöngu koma í verslunina EINU SINNI ! Hún er á 6 hæðum og verðmæti varanna er lægst á 1. hæð en eykst með hverri hæð er ofar dregur. Þú mátt velja hvaða vöru sem er á tiltekinni hæð eða velja að fara upp á næstu hæð. Þú, hins vegar, MÁTT ALLS EKKI fara aftur niður nema til að yfirgefa bygginguna.“
Sigga fór í Eiginmannabúðina til að versla sér eiginmann.
Á skiltinu á 1. hæð stóð: „1. hæð - Þessir menn hafa atvinnu.“
Á 2. hæð stóð prentað: „2. hæð - Þessir menn hafa atvinnu og elska börn.“
Og á 3. hæð stóð: „3. hæð - Þessir menn hafa atvinnu, elska börn og eru afar myndarlegir.“
„Vá!“ hugsar hún en finnur sig knúna til að halda áfram upp á við. Hún kemur á 4. hæð og á skiltinu þar stendur: „4. hæð - Þessir menn hafa atvinnu, elska börn, eru hrikalega myndarlegir og hjálpa til við húsverkin.“
„Ó, gvöð minn eini !“, hrópar hún, „Ég meik‘edda ekki !“ En, áfram heldur hún upp á 5. hæð og þar stendur:
„5. hæð - Þessir menn hafa atvinnu, elska börn, eru brjálæðislega sætir, hjálpa til við húsverkin og eru rosalega rómantískir.“
Henni finnst freistandi að staldra við og versla. Þó ákveður hún að freista gæfunnar og heldur áfram upp á 6. hæð. Þar stendur prentað á skilti:
„6. hæð – Þú ert gestur númer 31.456.012 á þessari hæð. Hér er engin eiginmannsefni að finna. Tilgangur þessarar hæðar er eingöngu sá að sýna fram á að ógjörningur er að gera konum til hæfis. Þakka þér fyrir að versla í Eiginmannabúðinni.“
Til þess að losna við ásakanir um kynjamisrétti og ákærur þá opnaði eigandi verslunarinnar búðina „Nýjar eiginkonur“ handan götunnar. Á 1. hæð var boðið upp á eiginkonur sem elska kynlíf. Á 2. hæð voru eiginkonur sem elska kynlíf og eiga peninga.
3., 4., 5. og 6. hæð hafa aldrei fengið heimsókn viðskiptavina.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.