Allt um svínaflensu

Krakkarnir í fjölmiðlavali.

Krakkarnir í Fjölmiðlavali í Árskóla unni nokkrar greinar í tímanum í gær. Meðal annars tóku þau viðtal við Margréti Aðalsteinsdóttur skólahjúkrunarfræðing. Viðtalið snerist um svínaflensu, einkenni hennar og smit. Viðtalið unnu þeir Halldór Arnarson og Arnar Geir Hjartarsson. 

 1.   Hver eru einkenni svínaflensu ? Svar: Hósti , hnerri , hálssærindi , hiti og svona beinverkir,  höfuðverkur og stöku sinnum uppköst og niðurgangur. Einkenni koma yfirleitt fram 2-3 dögum eftir smit

2.   Hvað er svínaflensa?
        Svar: Svínaflensa er orsökuð af veiru A(H1N1) og er upprunnin í svínum og hefur borist þaðan í menn.

 3.   Hvernig er hægt að varast smit?
Svar: Þar sem veiran berst milli manna með dropum og úða úr öndunarvegi þá er fyrst og fremst hægt að varast smit með góðum handþvott , nota bréfaþurrkur , hósta og hnerra í bréfaþurrkur og forðast nálægð við þá sem eru með svínaflensu.

 4.   Hvernig á einstaklingur með svínaflensu að haga sér?
 Svar:Hann á fyrst og fremst að halda sig heima í 7 daga , drekka nægilega vel og hvíla sig og hann getur notað hitalækkandi lyf. Ef einstaklingur er alvarlega veikur þarf hann að leita til heilsugæslu. Einstaklingur með flensu smitar mest fyrstu dagana.

 5.   Hvað tekur langan tíma að jafna sig á svínaflensu?
 Svar: Fólki er ráðlagt að halda sig heima í 7 daga. Ástæðan er þó að einstaklingur sé búinn að jafna sig getur hann ennþá smitað.

 6.   Á að hafa samband við lækni ef einstakling grunar að hann er með svínaflensu?
Svar: Það er ekki nauðsynlegt ef einkenni eru ekki alvarleg og ef maður er ekki með undirliggjandi sjúkdóm.

 7.   Hvernig á að haga sér þegar maður fer að fara út aftur, þarf að klæða sig sérstaklega eða eitthvað því líkt?
Svar: Allavega fara vel með þig , þú þarft að klæða þig eftir aðstæðum t.d. ekki vera með blautt hár útí frosti, nota húfu og vettlinga í kuldanum og síðan bara hreyfa þig eins og þú treystir þér til.

 8.   Hafa nemendur í Árskóla fengið svínaflensu?
Svar: Já, en fleiri eiga eftir fá svínaflensu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir