Ala-Bjöggi og eftirlæti Gyðu

Að þessu sinni eru það Björgvin Jónsson og Gyða Mjöll Níelsdóttir Waage sem gefa okkur innsýn í matarsmekk unga fólksins. Þar er þorskurinn í aðalhlutverki og eftirrétturinn fær mann til að fá vatn í munninn. Þessi uppskrift birtist í Feyki 2009.

Aðalréttur
Ala-Bjöggi

  • 2 meðalstór flök af þorski
  • 400-500 gr. Rækjur
  • Krydd: Köt og grill, Hvítlauksduft og Season All
  • 300-400 gr. sveppir
  • 2 meðalstórar paprikur (rauðar)
  • 1 bréf bacon
  • ½ bréf pepperóni
  • Púrrulaukur eftir smekk
  • 1 poki af rifnum osti

Sósa

  • 2 mexíkóskur ostur
  • ½ rjómi

Aðferð:
Byrjið á að smyrja eldfastmótið með olíu. Skerið fiskinn í bita og kryddið þá með Season all, hvítlauksdufti og Köt og grill, raðið síðan fisknum ofan í mótið, setjið hann inn í ofn í sirka 10 mín á 200°C. Skerið sveppina, paprikuna, baconið og pepperóníið í bita.

Síðan setjið þið rækjurnar, sveppina, paprikuna, baconið og pepperóníið ofan í mótið og inn í ofninn í sirka 15mín. á 180°C.

Á meðan mótið er í ofninum þá gerið þið sósuna til. Byrjið á að ná ykkur í pott, síðan skerið þið mexíkóska ostinn í bita og setjið í pottinn og rjómann út í og leyfið því að bráðna á vægum hita. Passa skal að hræra reglulega í pottinum svo það brenni ekki við.

Þegar sósan er tilbúin setjið hana þá varlega yfir réttinn og í lokin setjið þið ost yfir allan réttinn og inn í ofn í 5 mín. á 180°C (þar til osturinn er bráðnaður).

Eftirréttur
Eftirlætisréttur Gyðu

  • 1 botn púðursykurmarengs
  • 2 pelar þeyttur rjómi
  • 250 gr. jarðarber (ein askja)
  • 1 klasi græn og rauð vínber
  • 200 gr. bláber
  • 1-2 Mars súkkulaðistykki
  • 1-2 Snickers súkkulaðistykki
  • 3-4 kókosbollur

Aðferð:
Brytjið marengsinn (ekki of smátt) ofan í eldfastmót. Þeytið rjómann og setið saman við marengsinn. Geymið í kæli í 2-3 klukkutíma. Skerið súkkulaðið í litla bita og brytjið ávextina og setið ofan í mótið. Skerið kókosbollurnar þvert og raðið ofan á ávextina og súkkulaðið, síðan setjið það inn í ofnin á 150°C í 10-15 mín.

Verði ykkur að góðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir