Áhugi á söngleik í leiklistarvali

Mynd: Óvitinn

Óvitinn segir frá því að leiklistarvalið í Grunnskólanum á Blönduósi sé eins og undanfarin ár kennt af Jófríði Jónsdóttur og er aðal markmið kennslunnar að nemendur fái þjálfun í að koma fram, gefa þeim sýnishorn af því um hvað leiklist snýst og hafa gaman.

 

Í viðtali við Jófríði kemur fram að ekki sé búið að ákveða hvernig árshátíðarleikritið í ár verður en henni sýnist flestir hafi áhuga á söngleik. Leiklistarhópurinn er mjög hæfileikaríkur og segir Jófríður að hægt sé að setja markið hátt. Jólaleikrit er ekkert á dagskránni en ef nemendur leiklistarvalsins hafi áhuga megi auðvitað skoða það. Jófríður er mjög vongóð um veturinn og hlakkar mikið til komandi leiklistarárs.
/Óvitinn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir