Áhöfnin á Húna komin í land

Áhöfnin á Húna mætti á Sauðárkrókshöfn klukkan tíu í morgun. Karlakórinn Heimir tók á móti áhöfninni með söng sínum og margir lögðu leið sína á bryggjuna til að bjóða þau velkomin.

Blaðamaður Feykis lét sig ekki vanta og smellti nokkrum myndum af áhöfninni er hún sigldi í höfn.

Líkt og Feykir.is sagði frá í gær mun Áhöfnin á Húna halda tónleika á Sauðárkrókshöfn í kvöld, fimmtudaginn 18. júlí og hefjast þeir klukkan 20:00. Aðgangseyrir er 1500 kr fyrir 12 ára og eldri og mun allur aðgangeyrir renna til Björgunarsveitarinnar Skagfirðingasveitar.

.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir