Ágreiningur um stuðning við Sögusetur
Meirihluti byggðarráðs Skagafjarðar hefur samþykkt að styrkja Sögusetur ísl. hestsins um 1,5 mkr. á árinu 2010. Þá hefur ráðið falið menningar- og kynningarnefnd að eiga viðræður við forsvarsmenn Sögusetursins með það í huga að reyna að fá fleiri aðila að verkefninu og fara yfir hvernig best verður staðið að uppbyggingu starfseminnar til framtíðar litið.
Sögusetrið er rekið eingöngu með rekstrarstyrkjum en hjá setrinu er eitt stöðugildi. Páll Dagbjartsson og Gísli Árnason óskuðu bókað að þeir telji vera full efni til þess að gera umbeðinn samstarfssamning við Sögusetrið til þriggja ára og ætla til þess 5 milljónum króna árlega. í bókun þeirra segir - Við hörmum viljaleysi meirihlutans til að styðja verkefnið, þrátt fyrir jákvæðar undirtektir í atvinnu- og ferðamálanefnd og menningar- og kynningarnefnd. Enginn vafi er á að starfsemi Sögusetursins muni leiða af sér afleidd störf."
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.