Agnar og Jón yrkja um heilbrigðisráðherra
Páll Dagbjartsson sendi Feyki skemmtilega línu; -Þannig er að vinur minn, Agnar oddviti á Miklabæ. liggur sjúkur í baki á Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki og deilir stofu með austan Vatna manni, Jóni frá Óslandi. Það fer vel á með þei m félögum, sem ekki kemur á óvart, þar sem báðir eru höbbðingjar og áhugamenn um hross og þjóðfélagsmál.
Agnar tjáði mér að þeir félagar hefðu fylgst mjög náið með fréttum af því þegar Ögmundur heilbrigðisráðherra sagði af sér og þeim Jóni hefði báðum verið söknuður í brjósti eftir að nýi ráðherrann tók við. Báru þeir fram þá ósk við yfirlækni á stofugangi, að þeir fengju mynd af Ögmundi upp á vegginn gegnt rúmunum til að minna á hið fornkveðna að „enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur“.
Af þessu tilefni varð til þessi vísa:
Sjúkir liggja og súpa hregg.
Sorgardagar líða.
Ögmund vilja upp á vegg,
en Álfheiður má bíða.
Kveðju sendi ég þeim félögum, Agnari og Jóni, með ósk um skjótan bata.
Páll Dagbjartss.
Varmahlíð
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.