Áfram rauðar tölur í kortunum
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
18.01.2010
kl. 08.18
Spáin heldur áfram að vera líkari vori en vikunni fyrir upphaf Þorra en í dag er gert ráð fyrir 0 -4 gráðu hita en á morgun verður hitinn 2 - 7 gráður.
Annars gerir spáin ráð fyrir suðvestan 5-13 m/s og stöku skúrum, en hægari og þurrt í kvöld. Austan 5-10 og rigning seint í nótt, en suðlægari og þurrt síðdegis.
Vegir eru víðast hvar greiðfærir en þó er hálka á Öxnadalsheiði og á Vatnsskarði og er sama staða á Holtavörðuheiði.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.