Áfram hvasst fram eftir degi

Eftir vindasama nótt má gera ráð fyrir hvassri sunnan- og suðvestan átt eða um 15-23 m/s framan af degi í dag og þá verður einna hvassast við ströndina.

Gert er ráð fyrir að hann lægi smá saman í dag og veður verði skýjað með köflum og stöku skúrir. 8 - 13 m/s í kvöld. Á morgun gerir spáin ráð fyrir sunnan 10 - 15 metrum og rigningum með köflum. Hiti verður 5 - 10 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir