Áfram fundað í dag

Framsóknarmenn í Skagafirði ræddu við alla flokka um meirihlutasamstarf í Svf. Skagafirði í gær eftir að upp úr slitnaði milli þeirra og Samfylkingar. Viðræðum haldið áfram í dag.

Stefán Vagn Stefánsson oddviti framsóknarmanna sagði að flokksmenn hans hefðu fundað í gær eftir viðræður við hina flokkana og farið yfir stöðuna og viðræðum verði haldið áfram í dag. Aðspurður um hvað sé aðalásteytingarsteinninn í viðræðunum vill Stefán ekkert gefa upp en hann er bjartsýnn á að samstarf verði komið á eftir daginn. –Verður maður ekki að vera bjartsýnn og vona að allt gangi vel, sagði Stefán að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir