Ævintýralandið í Varmahlíð
feykir.is
Skagafjörður, Mannlíf
22.11.2017
kl. 08.47
Á morgun munu nemendur 3.-6. bekkja Varmahlíðarskóla verða staðsett í Ævintýralandinu sem sett verður upp á sviði Menningarhússins Miðgarðs í Varmahlíð. Þar lifna persónur gömlu ævintýranna við og fléttast söguþræðirnir saman á óvæntan hátt. 1.og 2. bekkur munu einnig stíga á stokk og verða með íþróttaálfasprell.
Sýningin hefst klukkan 16:30 og verður aðeins um eina sýningu að ræða. Boðið er upp á Frístundastrætó frá Sauðárkróki og Hofsósi.
Höfundur Ævintýralandsins er Ásthildur Cesil Þórðardóttir og leikstjórar þær Helga Rós Sigfúsdóttir og Kristvina Gísladóttir.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.