Ævintýraferðin endaði vel
Björgunarsveitir voru kallaðar út í gær þegar tvennt í hópi göngufólks Grunnskóla austan Vatna skiluðu sér ekki á tilsettum tíma er Ævintýraferð 8.-10. bekkjar var að ljúka.
Að sögn Eiríks Arnarsonar svæðisstjóra björgunarsveitanna á svæðinu var um varúðarráðstöfun að ræða en myrkur var að skella á. -Krakkarnir voru í mismiklu úthaldi fyrir gönguna og þessir tveir voru aðeins seinni en hinir.
Ágætis veður var á gönguhópinn þá tvo daga sem hann var á ferðinni en krakkarnir ásamt kennurum gengu frá Fjalli í Kolbeinsdal, yfir Heljadalsheiði og niður í Höfða, félagsheimili Svarfdælinga. Seinni daginn gekk hópurinn upp Klaufabrekkudal, yfir Klaufabrekkuskarð og komu niður í Fljótum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.