Ætlum að vinna Útsvarið á morgun

Ólafur og Kristján hittust í Laufskálarétt og þar var ákveðið að Kristján tæki menningu og listir í útsvarinu

Á morgun mætast í Útsvarinu, Skagafjörður og Hornafjörður en eins og margir vita hefur orðið töluverð mannabreyting á liði Skagfirðinga og er eingöngu einn maður sem mætir vanur til leiks í það skiptið. 

Ólafur Sigurgeirsson sem titlaði sig fiskasálfræðing í fyrra  mætir aftur fyrir Skagafjörð en nú með Kristjáni B. Jónassyni bókaútgefanda og Ingu Maríu Baldursdóttur hjúkrunarfræðinema. Andstæðingarnir eru eins og fyrr segir lið Hornafjarðar og það eru Embla Grétarsdóttir og feðgarnir Þorsteinn Sigfússon og Þorvaldur Þorsteinsson  sem skipa það lið.

Inga María er með aðeins kraftmeiri fák heldur en liðsmenn hennar í Útsvarinu

Að sögn Ingu Maríu á hún að vera leikarinn í þættinum og hefur æft grimmt „actionary“ síðustu vikur. Ekki var endanlega búið að skipa „hlauparann“ en Inga María og Kristján eru ákveðin í að Ólafur tæki það hlutverk að sér. –Við ætlum okkur að vinna og erum búin að koma okkur upp merkjakerfi að fyrirmynd Kópavogsbúa, segir Inga María og að sjálfsögðu sendum við góða strauma suður til keppendanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir