Ætlar þú til Eistlands að elta Stólana í Evrópuævintýrinu?

Þar sem Stólarnir eru, þar er stuð! MYND: DAVÍÐ MÁR
Þar sem Stólarnir eru, þar er stuð! MYND: DAVÍÐ MÁR

Það vita flestir sem fylgst hafa með Íslandsmeistaraliði Tindastóls að liðið tekur þátt í Evrópukeppni FIBA 2023. Tindastóll leikur í C riðli forkeppninnar og fara leikirnir fram í Pärnu í Eistlandi dagana 3. og 4. október. Körfuknattleiksdeild Tindastóls, í samstarfi við VERDI ferðaskrifstofu, hefur búið til pakkaferð á þetta spennandi ævintýri Stólanna og hefst sala á þeim klukkan 16 í dag.

„Maður er nýbúinn að ná sér að miðakvíðanum í vor og þetta er byrjað aftur,“ segir Sigríður Inga Viggósdóttir hjá kkd. Tindastóls þegar Feykir var að forvitnast um málið en ekki virtist henni nú samt leiðast að standa í þessum stórræðum.

Inni í pakkanum er eftirfarandi: Flug til og frá Riga með AirBaltic, skattar og taska innifalin í verði. Flogið er 2. október frá Keflavík til Riga og er farið í loftið kl. 12:45, lending í Riga kl. 19:05. Flogið er heim frá Roga 6. október kl. 10:45 – heimkoma í Keflavík kl. 11:40. Akstur til og frá hóteli. Aksturinn er um 190 km. Gisting í fjórar nætur á Tervise Paradiis Spa Hotel sem er gott fjögurra stjörnu hótel í Parnu, morgunverður innifalinn. Einnig fylgja miðar á leiki Tindastóls. Akstur í höllina er ekki innifalinn í verðinu. Verð á mann í tvíbýli: 150.000 kr.

Í fréttatilkyningu kkd. Tindastóls segir; „Eins og er erum við með 25 miða og fara þeir í sölu kl. 16:00 ... laugardaginn 26. ágúst. Verið er að vinna í því að fá fleiri flugsæti og kemur það í ljós á allra næstu dögum.“

Vefslóð á miðasölu verður birt á Facebook-síður kkd. Tindastóls. Þeir sem ætla sér að ferðast á eigin vegum geta keypt miða á leikina hjá okkur. Þið pantið ykkur miða hérhttps://forms.office.com/e/BexwHvtfSr

Það má reikna með að ófáir Grettismenn og félagar hafi talsverða löngun til að fylgja liði Tindastóls í víking til Eistlands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir