Aðventugleði í Húnaþingi

Frá aðventukvöldi í Hvammstangakirkju 2008 Mynd: Húni.is

Næstkomandi sunnudag, 29. nóvember, er fyrsti sunnudagur í aðventu og ekki er laust við að jólaskapið sé farið að láta á sér kræla. Í tilefni aðventunnar verður nóg af gleði framundan. 

Þennan sunnudag, 29. nóvember, verður aðventustund í Sjúkrahúsinu á Hvammstanga kl. 17:00 og eru allir velkomnir til þátttöku. Um kvöldið, kl. 20:00, verður síðan aðventukvöld í Hvammstangakirkju. Þar verður flutt aðventu- og jólaefni og eru flytjendur kirkjukórinn, hljóðfæraleikarar, fermingarbörn og ýmsir fleiri. Hugleiðingu flytur Leó Örn Þorleifsson, forstöðumaður. Sungið verður við kertaljós og í lokin er svo farið yfir í safnaðarheimilið og átt góða samverustund. 

Þennan sama sunnudag verður einni aðventuhátíð í Prestbakkakirkju og hefst hún kl. 16:30. Þar verður fjölbreytt efni á dagskrá og flytjendur sjá um að koma gestum í hátíðaskap aðventunnar. Dagskrá og tímasetning mun taka mið af yngri kynslóðinni. Hugvekju flytur Einar H. Esrason, Borðeyri, og verður samvera í safnaðarheimili í lokin.

Næstkomandi þriðjudag, 1. desember, verður svo Félag eldri borgara, V-Hún, með aðventukaffi í Nestúni kl. 15:00

/Norðanátt.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir