Á ekki að skella upp bílskúrssölu um helgina?
feykir.is
Skagafjörður
21.06.2010
kl. 14.16
Aðstandendur Lummudaga hvetja þá sem ætla að hafa bílskúrssölu heima hjá sér að láta vita svo hægt verði að koma þeim á framfæri en Feykir.is mun á föstudag birta lista fyrir þau heimili sem hyggjast bjóða upp á bílskúrssölu og eða bjóða heim í lummur.
Hægt er að senda staðsetningu bílskúrssala á netfangið feykir@feykir.is svo nú er bara að grafa upp það sem þið telið vera rusl en að líkindum er gull í annarra augum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.