Á br@ann að sækja hjá Útsvarsliði Skagfirðinga
feykir.is
Skagafjörður
01.11.2009
kl. 16.20
Lið Skagafjarðar laut í svið fyrir liði Hornafjarðar í spurningaþættinum Útsvari í Ríkiskassanum í gærkvöldi. Þátturinn var hin besta skemmtun og spennandi fram á síðustu mínútu og stóðu Ólafur, Inga María og Kristján sig með ágætum. Hornfirðingar höfðu þó betur; kræktu í 84 stig á meðan Skagfirðingar nældu í 78 en eiga sæmilega möguleika á að komast áfram sem eitt af fimm stigahæstu tapliðunum.
Lið Skagafjarðar er sem stendur þriðja stigahæsta tapliðið en enn eru fimm þættir eftir í fyrstu umferð og því ljóst að það er á brattann að sækja hjá okkar fólki. En við krossum fingur og vonum það besta.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.