9 holu golfvöllur á Hvammstanga

Eitt af markmiðum Golfklúbbsins Hvamms á Hvammstanga er að koma upp golfvelli en fyrir liggur að hann verði staðsettur í Hvamminum fyrir ofan Hvammstanga.

 

Félagar í Golfklúbbnum, sem eru um 50 talsins, fengu til sín framkvæmdarstjóra Golfsambandsins og golfvallarhönnuð sem könnuðu þau fjölmörgu  svæði sem klúbbnum hafði verið bent á í Húnaþingi vestra til að staðsetja golfvöll félagsins. Fyrir valinu varð Hvammurinn en sá staður þótti hentugur með tilliti til nálægðar við þéttbýlið, önnur íþróttasvæði, tjaldsvæðið og frábærra möguleika á að búa til skemmtilegan völl, sem verður löglegur 9 holu völlur.

 

Reiknað er með að völlurinn verði tilbúinn síðsumars 2010 og kominn í fulla notkun árið 2011 en það fer eftir því hvernig gengur að fjármagna verkefnið.

 

Formaður klúbbsins er Gunnar Sveinsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir