87 án atvinnu
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
24.09.2009
kl. 08.46
Í dag eru á Norðurlandi vestra 87 einstaklingar að einhverju eða öllu leyti án atvinnu. 40 karlmenn og 47 konur. Er þetta lægsta tala sem sést hefur lengi. SAH afurðir á Blönduósi hafa án árangurs auglýst eftir fólki í vinnu.
Þá má á síðu vinnumálastofnunnar finna úrval lausra starfa. Gera má ráð fyrir að hátt á annað hundruð útlendinga séu nú við störf í sláturtíð á Norðurlandi vestra en ekki gekk að manna þau störf með heimafólki.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.